23.2.2008 | 02:07
Það sem skiptir máli
hæhæ hef velt því fyrir mér hvað það er sem skiptir máli. Þessi þingmaður spilar ólöglegan póker,hinn lýgur aðalþjóð og næsti kennir hinum um og næsti segir að hinn hafi gert þetta og síðan hefur næsti sá sami gert hitt!!! Ég fór með dóttur mína í skoðun um daginn, bara svona tékk eins og öll börn fara í, hjúkrunarkonan sem ég kann annars mjög vel við segir að barnið mitt sé með dáltið stóran haus og þurfi kannski að athuga með hausinn ef hann stækkar meira. síðan er það bara að hausinn stækkar yfir meðallagi eins og allt hitt búkurinn og þyngdin. Ég hef haft áhyggjur af þessu síðan, ég var höfðustór og maðurinn minn líka. Samt hef ég áhyggjur og er alltaf að kíkja á það hvort hausinn hafi stækkað. Þarf maður samt ekki svolítið að passa hvað maður segir???? mamma sem átti reyndar bara mig er alltaf að segja að það sé í lagi með barnið mitt og tengdó líka sem átti þrjú börn. Mér finnst að hjúkrunarkonur og þeir sem eru með ungbarnaskoðun ættu að passa sig það sem þær segja, ef þeim finnst ekkert vandamál, þá ættu þær ekkert að segja neitt, því ég er að bilast að ég kíki á dóttur mína sem er þriggja mánaða á hverju kortéri athuga hvort yndið mitt sé í lagi!! Hún er sko meira en í lagi, ótrúlega þroskuð og fullkomnasta barn í heimi!! Eins og ég segi þá finnst mér allt gott við þessa hjúkrunarkonu nema þetta fór með mig................. þannig að nú þegar ég hef eignast barn finnst mér allt sem mér fannst mikilvægast vera svona síst mikilvægast í dag ....þvi jú það eru börnin manns sem manni finnst skipti mestu máli;)
takk fyrir;)
þetta er fallega dóttir mín;)
Athugasemdir
Blessuð vertu ekki að velta þér upp úr þessu. Drífðu þig bara til læknis eftir helgi, og fáðu svör. Ég er samt viss um að höfuð stækka ekkert eins og melónur neitt(var hún nokkuð ljóshærð? hjúkkan þ.e.)
falleg stelpa sem þú átt- til hamingju með hana
Björn Finnbogason, 23.2.2008 kl. 02:38
þú átt fallega stelpu og mér sýnist höfuðstærðin ekkert óeðlileg.
Svava frá Strandbergi , 23.2.2008 kl. 11:50
þakka ykkur fyrir það;)
Guðrún Fanney Einarsdóttir, 23.2.2008 kl. 12:32
Hún er afskaplega eðlileg að mínu mati. Sonur minn sem er 25 ára fæddist 13 merkur en með allt of stórt höfuð, það var aldrei neitt að, hann er bara höfuðstór eins og pabbi hans heitinn var og hann er líka bara yndislegur svona. Þú getur séð mynd af honum í albúmum mínum, hjúkkurnar sögðu við mig fyrstu tvö árin að hausinn væri doldið stór og ég sagði bara við þær að hann væri svo vitur. Ég mund í þínum sporum samt spyrja einhvern sem þú treystir svo þú sért ekkert að pæla meira í þessu. Taktu að gann höfuðmálið hennar, strákurinn minn var 50 og eitthvað 2ja mán. get flett því upp. Ef þú vilt sendu mér þá stærðina á síðuna mína. Knús á yndislega fallegt barn.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.